Erlent

Deilt um ákvarðanir fyrir flugslys

Hart er deilt um hver hafi tekið þá ákvörðun að þota flugfélagsins Air France skyldi lenda í Toronto á þriðjudag þrátt fyrir gífurlegt óveður, úrhelli og þrumuveður. Segja Kanadamenn að það hafi verið flugstjóri vélarinnar sem hafi tekið endanlega ákvörðun en Air France bendir á flugumferðarstjóra í Toronto. Flugritar vélarinnar eru nú til rannsóknar og er búist við niðurstöðum í næstu viku. Flugstjóri vélarinnar verður þá yfirheyrður eða þegar hann verður útskrifaður af spítala. Ótrúlegt þykir að allir 309 farþegarnir hafi komist lífs af eftir að vélin rann 200 metra út fyrir flugbrautina vegna mikils meðvinds.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×