Erlent

Rangt að reyna lendingu?

Átti flugstjóri vélar Air France sem brotlenti í Toronto að reyna að lenda þegar ljóst var hvernig veðrið væri? Það er spurningin sem rannsóknarmenn reyna að svara. Svörtu kassarnir hafa verið fjarlægðir úr flaki vélarinnar á Pearson-flugvellinum í Toronto og segja björgunarmenn þá í góðu ástandi. Vonir standa til þess að þeir gefi vísbendingar um allt sem gerðist í aðdraganda slyssins en upptökur af samskiptum flugturnsins og flugmanna Air France varpaði engu ljósi á málið. Þó að næsta víst sé að veðrið hafi skipt sköpum segja talsmenn rannsóknarnefndar flugslysa í Kanada fleira koma til. Reyndar sé yfirleitt ekki bara ein orsök fyrir slysum   Ýmislegt þykir benda til þess að flugstjórinn fái bágt fyrir að hafa ekki hætt við lendingu og flogið til varavallar í ljósi veðurs og skilyrða. Samgöngumálaráðherra Kanada segir slysið flugstjóranum að kenna en Air France hafnar því og bendir á að flugturninn hafi ekki varað við ofsaveðrinu eða mælt með því að vélin lenti ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×