Erlent

Frekari viðgerðir ekki nauðsyn

Ákveðið hefur verið að ekki sé nauðsynlegt að fara út í enn eina geimgönguna til að gera við hitateppi, undir glugga flugstjórnanda geimferjunnar Discovery, sem rifnaði þegar flauginni var skotið frá jörðu. Sérfræðingar NASA tilkynntu áhöfn geimferjunnar þetta í gær, en tækifærið var notað til að kanna hvort hitateppið krefðist viðgerða þegar gert var við hitahlíf Discovery á miðvikudag. "Við höfum góðar fréttir," sagði stjórnstöðin í Houston, "þetta verður ekkert vandamál". Áætlað er að geimferjan snúi aftur til jarðar á mánudagsmorgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×