Erlent

Skotið á smyglara

Líbanska lögreglan skiptist á skotum við smyglara meðan sýrlensk yfirvöld handtóku líbanska fiskimenn í nýrri hrinu landamæraátaka ríkjanna tveggja. Bera átökin vott um vaxandi ólgu í samskiptum ríkjanna eftir að Sýrlendingar neyddust til þess að láta af áratugalangri hersetu í Líbanon í apríl. Smyglararnir voru á leið til Sýrlands með ólöglegan varning þegar lögregla varð þeirra vör. Líbanskur lögregluþjónn særðist í átökunum en smyglararnir sluppu inn í Sýrland. Fiskimennirnir voru innan sýrlenskrar lögsögu þegar þeir voru handteknir. Aflinn var gerður upptækur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×