Erlent

Hútúar unnu kosningarnar

Flokkur uppreisnarmanna virðist hafa unnið meirihluta í þingkosningunum í Afríkuríkinu Búrúndí, þeim fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu í tólf ár. Þegar búið var að telja 80 prósent atkvæðanna í gær virtist allt stefna í að Varnarsveitum lýðræðisins, flokki Hútúa sem barðist í borgarastríðinu 1993-2001, hefði hlotnast drjúgur meirihluti atkvæða Varnarsveitirnar taka við völdum af bráðabirgðastjórn Hútúa og er búist við umtalsverðum breytingum í stjórnmálalífi landsins. Kosningarnar eru sagðar hafa farið vel fram miðað við það sem búist hafði verið við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×