Erlent

Hamas samtökin hafna aðild

Hamas samtökin í Palestínu hafa hafnað tilboði Mahmoud Abbas, leiðtoga landsins, um aðild að ríkisstjórn Palestínu. Abbas bauð forsvarsmönnum samtakanna til viðræðna um hugsanlega þátttöku í samsteypustjórn, en án árangurs. Leiðtogar Hamas segjast ætla að bíða eftir kosningum í landinu, sem haldnar verða í janúar. Þetta er mikið áfall fyrir Abbas, sem hefur unnið að því hörðum höndum að friðþægja Hamas samtökin, í þeirri von að koma friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs á fullt skrið á ný. Forsvarsmenn Hamas segjast hins vegar tilbúnir til samstarfs við Abbas um hvernig skipuleggja megi brottfluttning Ísraela frá Gaza ströndinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×