Erlent

Skotárás í Bagdad

Fimm opinberir starfsmenn voru skotnir til bana í Bahgdad, höfuðborg Íraks í morgun. Mennirnir voru á leið til vinnu þegar vopnaðir menn hófu skothríð með fyrrgreindum afleiðingum. Þá sprakk bílsprengja við sendiráð Írans í Írak í morgun, en enginn slasaðist í árásinni. Fyrr í morgun var svo skotið á sendifulltrúa eyríkisins Bahrein í Írak. Hann var fluttur á sjúkrahús en er ekki lífshættulega slasaður. Að sögn vitna sátu uppreisnarmenn fyrir sendifulltrúanum og reyndu að ráða hann af dögum, en án árangurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×