Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2025 10:31 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Vísir/Ívar Fannar Samkvæmt nýrri könnun eru aðeins nítján prósent borgarbúa ánægð með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. 45 prósent borgarbúa eru óánægð með störf hennar og 36 prósent segjast í meðallagi ánægð. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Maskínu, sem var lögð fyrir dagana 18. til 25. ágúst. Svarendur voru 1.029 úr hópi fólks átján ára og eldri sem búsett er í Reykjavík. Maskína Þegar könnunin var síðast lögð fyrir í apríl síðastliðnum var ánægja með störf Heiðu Bjargar einu prósentustigi meiri og óánægja fimm prósentustigum minni. Dagur bæði vinsælastur og óvinsælastur Séu niðurstöður könnunarinnar skoðaðar aftur til loka árs 2022 hefur ánægja með störf borgarstjóra hæst mælst 28 prósent. Það var í desember 2022 þegar Dagur B. Eggertsson sat í stóli borgarstjóra. Minnst hefur ánægjan mælst í nóvember síðasta árs, þegar sautján prósent sögðust ánægð með störf Einars Þorsteinssonar. Óánægja með störf borgarstjóra hefur mest mælst heil 55 prósent en það var fyrir sléttum tveimur árum þegar Dagur var borgarstjóri. Maskína Sanna áfram á toppnum Sé litið til spurningarinnar um hvaða borgarfulltrúi borgarbúum hefur þótt standa sig best á yfirstandandi kjörtímabili hefur lítið breyst á toppnum. 24 prósentum þykir Sanna Magdalena Mörtudóttir hafa staðið sig best, samanborið við 25 prósent í apríl. 17 prósentum þykir Hildur Björnsdóttir hafa staðið sig best, samanborið við 19 prósent síðast. Hástökkvarinn er Kjartan Magnússon en nú þykir 9 prósent borgarbúa hann hafa staðið sig best, samanborið við aðeins 6 prósent í apríl. Hann nær þar með Einari Þorsteinssyni í vinsældum en 9 prósent telja hann sömuleiðis hafa staðið sig best, samanborið við 10 prósent síðast. Borgarstjórn Reykjavík Skoðanakannanir Samfylkingin Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skoðanakönnun Maskínu, sem var lögð fyrir dagana 18. til 25. ágúst. Svarendur voru 1.029 úr hópi fólks átján ára og eldri sem búsett er í Reykjavík. Maskína Þegar könnunin var síðast lögð fyrir í apríl síðastliðnum var ánægja með störf Heiðu Bjargar einu prósentustigi meiri og óánægja fimm prósentustigum minni. Dagur bæði vinsælastur og óvinsælastur Séu niðurstöður könnunarinnar skoðaðar aftur til loka árs 2022 hefur ánægja með störf borgarstjóra hæst mælst 28 prósent. Það var í desember 2022 þegar Dagur B. Eggertsson sat í stóli borgarstjóra. Minnst hefur ánægjan mælst í nóvember síðasta árs, þegar sautján prósent sögðust ánægð með störf Einars Þorsteinssonar. Óánægja með störf borgarstjóra hefur mest mælst heil 55 prósent en það var fyrir sléttum tveimur árum þegar Dagur var borgarstjóri. Maskína Sanna áfram á toppnum Sé litið til spurningarinnar um hvaða borgarfulltrúi borgarbúum hefur þótt standa sig best á yfirstandandi kjörtímabili hefur lítið breyst á toppnum. 24 prósentum þykir Sanna Magdalena Mörtudóttir hafa staðið sig best, samanborið við 25 prósent í apríl. 17 prósentum þykir Hildur Björnsdóttir hafa staðið sig best, samanborið við 19 prósent síðast. Hástökkvarinn er Kjartan Magnússon en nú þykir 9 prósent borgarbúa hann hafa staðið sig best, samanborið við aðeins 6 prósent í apríl. Hann nær þar með Einari Þorsteinssyni í vinsældum en 9 prósent telja hann sömuleiðis hafa staðið sig best, samanborið við 10 prósent síðast.
Borgarstjórn Reykjavík Skoðanakannanir Samfylkingin Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira