Segir fjárfesta ekki hafa áhyggjur 4. júlí 2005 00:01 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segist vongóður um að ákærur efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á hendur forstjóra, fyrrum forstjóra og fleirum, hafi engin áhrif á fjárfesta og samstarfsaðila fyrirtækisins erlendis. Hann var staddur í London í gær og fundaði vegna fyrirhugaðra kaupa Baugs á auknum hlut í verslanakeðjunni Somerfield Group. "Það er enginn áhyggjufullur í hópi fjárfesta," segir Hreinn. Hreinn segir fyrirtækið hafa verði í stöðu "meints brotaþola" og því væri í hæsta máta óeðlilegt af ákærurnar sem gefnar voru út á hendur sexmenningunum síðasta föstudag væru látin bitna á fyrirtækinu. Þá segir hann standa fyrri yfirlýsingar Baugs um stuðning við Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra og ákærðu. Hreinn segir viðskiptafélaga Baugs og samstarfsaðila í útlöndum verða upplýsta nægilega um stöðu mála til að þeir treysti sér til að halda áfram samstarfi við fyrirtækið. "Í þessum ákærum er ekkert sem ætti að draga úr möguleikum fyrirtækisins til að standa við sínar skuldbindingar. Því eru menn alveg klárir á," segir Hreinn og telur ekki heldur að skuggi falli á hæfileika Jóns Ásgeirs til að stýra fyrirtækinu, enda hafi allir verið meðvitaðir um rannsókn efnahagsbrotadeildar og vitað að mögulega gætu komið fram ákærur. "Hér úti verð ég áþreifanlega var við að það virðist vera vaxandi skoðun manna að standa með Jóni Ásgeiri. Þeir hafa það mikið traust á honum í gegn um þau viðskipti sem þeir hafa átt við hann undanfarin tvö til þrjú ár og það er á þeim tíma sem fyrirtækið hefur byggst upp hérna erlendis. Menn sjá árangurinn og horfa á eigin reynslu af samskiptum við bæði Jón Ásgeir og fyrirtækið. Það er besti vitnisburðurinn sem fyrirtækið hefur," segir Hreinn. Hann segir alla áherslu vera lagða á það hjá fyrirtækinu að halda áfram sínu starfi eins og ekkert hafi í skorist. Hreinn segist ekkert umboð hafa til að segja til um hvort Jón Ásgeir muni gera opinberar ákærur á hendur honum sjálfum, eða öðrum tengdum fyrirtækinu, til að eyða mögulegri óvissu vegna þeirra og vísaði á Gest Jónsson lögmann Jóns Ásgeirs. Gestur sagði birtingu ákærunnar ekki standa til svo hann vissi. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, er sagður í fríi út vikuna að minnsta kosti. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segist vongóður um að ákærur efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á hendur forstjóra, fyrrum forstjóra og fleirum, hafi engin áhrif á fjárfesta og samstarfsaðila fyrirtækisins erlendis. Hann var staddur í London í gær og fundaði vegna fyrirhugaðra kaupa Baugs á auknum hlut í verslanakeðjunni Somerfield Group. "Það er enginn áhyggjufullur í hópi fjárfesta," segir Hreinn. Hreinn segir fyrirtækið hafa verði í stöðu "meints brotaþola" og því væri í hæsta máta óeðlilegt af ákærurnar sem gefnar voru út á hendur sexmenningunum síðasta föstudag væru látin bitna á fyrirtækinu. Þá segir hann standa fyrri yfirlýsingar Baugs um stuðning við Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra og ákærðu. Hreinn segir viðskiptafélaga Baugs og samstarfsaðila í útlöndum verða upplýsta nægilega um stöðu mála til að þeir treysti sér til að halda áfram samstarfi við fyrirtækið. "Í þessum ákærum er ekkert sem ætti að draga úr möguleikum fyrirtækisins til að standa við sínar skuldbindingar. Því eru menn alveg klárir á," segir Hreinn og telur ekki heldur að skuggi falli á hæfileika Jóns Ásgeirs til að stýra fyrirtækinu, enda hafi allir verið meðvitaðir um rannsókn efnahagsbrotadeildar og vitað að mögulega gætu komið fram ákærur. "Hér úti verð ég áþreifanlega var við að það virðist vera vaxandi skoðun manna að standa með Jóni Ásgeiri. Þeir hafa það mikið traust á honum í gegn um þau viðskipti sem þeir hafa átt við hann undanfarin tvö til þrjú ár og það er á þeim tíma sem fyrirtækið hefur byggst upp hérna erlendis. Menn sjá árangurinn og horfa á eigin reynslu af samskiptum við bæði Jón Ásgeir og fyrirtækið. Það er besti vitnisburðurinn sem fyrirtækið hefur," segir Hreinn. Hann segir alla áherslu vera lagða á það hjá fyrirtækinu að halda áfram sínu starfi eins og ekkert hafi í skorist. Hreinn segist ekkert umboð hafa til að segja til um hvort Jón Ásgeir muni gera opinberar ákærur á hendur honum sjálfum, eða öðrum tengdum fyrirtækinu, til að eyða mögulegri óvissu vegna þeirra og vísaði á Gest Jónsson lögmann Jóns Ásgeirs. Gestur sagði birtingu ákærunnar ekki standa til svo hann vissi. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, er sagður í fríi út vikuna að minnsta kosti.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira