Spyrja ekki af ótta við svarið 2. júlí 2005 00:01 Forystumenn stjórnarandstöðunnar segjast bíða viðbragða við lögfræðiáliti, sem þeir hafa látið vinna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og minnisblaðs Ríkisendurskoðanda um hæfi og afskipti hans af sölu ríkisbankanna. Davíð Oddson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki efast um það að Halldór Ásgrímsson hafi gengið fram af heilindum í bankasölunni eins og í öðrum málum sem þeir haft samstarf um. "Ég er ekki búinn að lesa þessa langloku frá stjórnarandstöðunni í heild. Stjórnarandstaðan fær þar svör við leiðandi spurningum sínum en forðast að spyrja þeirrar spurningar sem þeir hafa haldið mest á lofti, hvort lögfræðingarnir telji Halldór vanhæfan. Það er bara ein skýring á því í mínum huga hvers vegna ekki er spurt þeirrar spurningar. Stjórnarandstaðan óttast svarið," segir Davíð. "Okkur sýnist lögfræðiálitið beinast fyrst og síðast að Ríkisendurskoðun og vinnubrögðum hennar,"segir Steingrímur Ólafsson blaðafulltrúi forsætisráðherra. "Halldór ber fullt traust til Ríkisendurskoðunar og þetta álit, sem greitt er fyrir af stjórnarandstöðunni, breytir engu þar um. Meginefni skýrslunnar snýr að Ríkisendurskoðun og forsætisráðherra svarar ekki fyrir hana," segir Steingrímur. Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja að lögfræðiálitið staðfesti að Halldóri Ásgrímssyni hefði árið 2002 borið á grundvelli stjórnsýslulaga að gera viðvart um hugsanlegt vanhæfi sitt til þátttöku í sölu ríkisbankanna. Davíð Oddson segist ekki efast um hæfi Halldórs. "Stjórnsýslulögin eru mjög afgerandi og næstum smásmyglisleg og jafnvel erfið fyrir jafn lítið samfélag og Ísland að starfa við. Það er flóknara að fylgja þeim í fámenni en fjölmenni. Tengingarnar í fámenninu eru svo margvíslegar þegar að er gáð, ætta-, vina- og viðskiptatengsl. Þó verðum við að hafa í heiðri meginreglur. Og þess vegna voru stjórnsýslulögin sett að mínu frumkvæði á sínum tíma." Davíð segir einakvæðinguna tvíþætta og það flæki málið. "Hún er breyting á forræði sem venjulega er á hendi einstakra ráðherra. Hins vegar er ráðherranefnd sem fjallar um hina almennu þæti málsins, tímasetningar, áhrif á stöðu erfnahagsmála, jafnvel kjarasamninga og fleira og hún lýtur öðrum lögmálum. Þá geta menn ekki horft á sömu hæfisskilyrði eins og þegar í hlut á ráðherra sem tekur hina endanlegu ákvörðun. Þetta ruglar fólk í ríminu og þetta er alveg kjörinn farvegur fyrir fólk sem vill fiska í gruggugu vatni. Og það eru menn að reyna núna," segir Davíð Oddsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Forystumenn stjórnarandstöðunnar segjast bíða viðbragða við lögfræðiáliti, sem þeir hafa látið vinna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og minnisblaðs Ríkisendurskoðanda um hæfi og afskipti hans af sölu ríkisbankanna. Davíð Oddson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki efast um það að Halldór Ásgrímsson hafi gengið fram af heilindum í bankasölunni eins og í öðrum málum sem þeir haft samstarf um. "Ég er ekki búinn að lesa þessa langloku frá stjórnarandstöðunni í heild. Stjórnarandstaðan fær þar svör við leiðandi spurningum sínum en forðast að spyrja þeirrar spurningar sem þeir hafa haldið mest á lofti, hvort lögfræðingarnir telji Halldór vanhæfan. Það er bara ein skýring á því í mínum huga hvers vegna ekki er spurt þeirrar spurningar. Stjórnarandstaðan óttast svarið," segir Davíð. "Okkur sýnist lögfræðiálitið beinast fyrst og síðast að Ríkisendurskoðun og vinnubrögðum hennar,"segir Steingrímur Ólafsson blaðafulltrúi forsætisráðherra. "Halldór ber fullt traust til Ríkisendurskoðunar og þetta álit, sem greitt er fyrir af stjórnarandstöðunni, breytir engu þar um. Meginefni skýrslunnar snýr að Ríkisendurskoðun og forsætisráðherra svarar ekki fyrir hana," segir Steingrímur. Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja að lögfræðiálitið staðfesti að Halldóri Ásgrímssyni hefði árið 2002 borið á grundvelli stjórnsýslulaga að gera viðvart um hugsanlegt vanhæfi sitt til þátttöku í sölu ríkisbankanna. Davíð Oddson segist ekki efast um hæfi Halldórs. "Stjórnsýslulögin eru mjög afgerandi og næstum smásmyglisleg og jafnvel erfið fyrir jafn lítið samfélag og Ísland að starfa við. Það er flóknara að fylgja þeim í fámenni en fjölmenni. Tengingarnar í fámenninu eru svo margvíslegar þegar að er gáð, ætta-, vina- og viðskiptatengsl. Þó verðum við að hafa í heiðri meginreglur. Og þess vegna voru stjórnsýslulögin sett að mínu frumkvæði á sínum tíma." Davíð segir einakvæðinguna tvíþætta og það flæki málið. "Hún er breyting á forræði sem venjulega er á hendi einstakra ráðherra. Hins vegar er ráðherranefnd sem fjallar um hina almennu þæti málsins, tímasetningar, áhrif á stöðu erfnahagsmála, jafnvel kjarasamninga og fleira og hún lýtur öðrum lögmálum. Þá geta menn ekki horft á sömu hæfisskilyrði eins og þegar í hlut á ráðherra sem tekur hina endanlegu ákvörðun. Þetta ruglar fólk í ríminu og þetta er alveg kjörinn farvegur fyrir fólk sem vill fiska í gruggugu vatni. Og það eru menn að reyna núna," segir Davíð Oddsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira