Klofin þjóð gengur að kjörborðinu 24. júní 2005 00:01 Síðari umferð írönsku forsetakosninganna var haldin í gær en þá kusu landsmenn á milli þeirra Hashemi Rafsanjani og Mamhoud Ahmadinejad. Kjörsókn var svo góð að kjörstaðir voru opnir langt fram á kvöld. Búist er við endanlegum úrslitum í dag. Enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna sem haldin var 17. júní og því varð að kjósa aftur á milli þeirra sem flest atkvæði hlutu, Rafsanjani, sem gegndi forsetaembættinu á árunum 1989-97 og Ahmadinejad, borgarstjóra í Teheran og harðlínumanns. Rétt eins og í síðustu viku var kjörsókn svo góð að kjörstaðir voru hafðir opnir lengur en í fyrstu var áformað. Langar biðraðir mynduðust jafnt í fátækrahverfum höfuðborgarinnar svo og í ríkari borgarhlutum. Sú staðreynd að Rafsanjani og Ahmadinejad bitust um forsetaembættið endurspeglar klofning þjóðarinnar. Rafsanjani nýtur stuðnings frjálslyndra mennta- og viðskiptamanna sem vonast til að þeim umbótum sem Mohammad Khatami, fráfarandi forseti, barðist fyrir verði framhaldið. Ahmadinejad sækir hins vegar fylgi sitt til alþýðunnar sem telur sig hafa farið á mis við ávexti umbótanna og sé jafn fátækur nú sem endranær. Stuðningur við byltinguna á sínum tíma var einmitt mestur úr röðum almúgans og hann leggst gegn róttækum breytingum á hinni trúarlegu þjóðfélagsskipan. "Ég styð Ahmadinejad í Guðs nafni," sagði Masoud Memariam, ungur kjósandi í Teheran. "Þjóðinni verður steypt í glötun komist harðlínumenn til valda," sagði hins vegar Daryoush Hamadi, þrítugur stuðningsmaður Rafsanjani, á kjörstað í höfuðborginni. Ærinn starfi bíður nýs forseta landsins. Hann þarf í fyrsta lagi að huga að efnahagsumbótum því atvinnuleysi í Íran er umtalsvert, um þrjátíu prósent að því að talið er. Lýðræðisumbætur eru jafnframt nauðsynlegar í landinu þar sem öll raunveruleg völd hvíla í höndum klerkastjórnarinnar sem starfar í eigin umboði. Enn fremur bíða forsetans erfiðar samningaviðræður við Vesturlönd um kjarnorkumál. Íranar halda því fram að kjarnorkuáætlun þeirra feli eingöngu í sér þróun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi en því eiga stjórnvöld á Vesturlöndum, sérstaklega í Washington bágt með að trúa. Úrslit kosninganna liggja fyrir í dag en síðustu spár bentu til þess að mjög mjótt yrði á mununum. Erlent Fréttir Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Síðari umferð írönsku forsetakosninganna var haldin í gær en þá kusu landsmenn á milli þeirra Hashemi Rafsanjani og Mamhoud Ahmadinejad. Kjörsókn var svo góð að kjörstaðir voru opnir langt fram á kvöld. Búist er við endanlegum úrslitum í dag. Enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna sem haldin var 17. júní og því varð að kjósa aftur á milli þeirra sem flest atkvæði hlutu, Rafsanjani, sem gegndi forsetaembættinu á árunum 1989-97 og Ahmadinejad, borgarstjóra í Teheran og harðlínumanns. Rétt eins og í síðustu viku var kjörsókn svo góð að kjörstaðir voru hafðir opnir lengur en í fyrstu var áformað. Langar biðraðir mynduðust jafnt í fátækrahverfum höfuðborgarinnar svo og í ríkari borgarhlutum. Sú staðreynd að Rafsanjani og Ahmadinejad bitust um forsetaembættið endurspeglar klofning þjóðarinnar. Rafsanjani nýtur stuðnings frjálslyndra mennta- og viðskiptamanna sem vonast til að þeim umbótum sem Mohammad Khatami, fráfarandi forseti, barðist fyrir verði framhaldið. Ahmadinejad sækir hins vegar fylgi sitt til alþýðunnar sem telur sig hafa farið á mis við ávexti umbótanna og sé jafn fátækur nú sem endranær. Stuðningur við byltinguna á sínum tíma var einmitt mestur úr röðum almúgans og hann leggst gegn róttækum breytingum á hinni trúarlegu þjóðfélagsskipan. "Ég styð Ahmadinejad í Guðs nafni," sagði Masoud Memariam, ungur kjósandi í Teheran. "Þjóðinni verður steypt í glötun komist harðlínumenn til valda," sagði hins vegar Daryoush Hamadi, þrítugur stuðningsmaður Rafsanjani, á kjörstað í höfuðborginni. Ærinn starfi bíður nýs forseta landsins. Hann þarf í fyrsta lagi að huga að efnahagsumbótum því atvinnuleysi í Íran er umtalsvert, um þrjátíu prósent að því að talið er. Lýðræðisumbætur eru jafnframt nauðsynlegar í landinu þar sem öll raunveruleg völd hvíla í höndum klerkastjórnarinnar sem starfar í eigin umboði. Enn fremur bíða forsetans erfiðar samningaviðræður við Vesturlönd um kjarnorkumál. Íranar halda því fram að kjarnorkuáætlun þeirra feli eingöngu í sér þróun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi en því eiga stjórnvöld á Vesturlöndum, sérstaklega í Washington bágt með að trúa. Úrslit kosninganna liggja fyrir í dag en síðustu spár bentu til þess að mjög mjótt yrði á mununum.
Erlent Fréttir Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira