Erlent

Gerðu 4,2 tonn af kókaíni upptæk

Lögregla í Portúgal greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á 4,2 tonn af kókaíni á dögunum. Efnið fannst í vörugeymslu í bænum Almeirim austur af höfuðborginni Lissabon og voru tveir Portúgalir og tveir Kólubíumenn handteknir í tengslum við aðgerðirnar. Þetta er mesta magn eiturlyfja sem Europol, lögreglustofnun Evrópusambandsins, hefur lagt hald í ár en samkvæmt portúgölsku lögreglunni var kókaínið ætlað fyrir Spánarmarkað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×