Sport

Magnús hættur með ÍBV

Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður ÍBV, er hættur að leika með félaginu en Magnús hvarf skyndilega frá Eyjum í gær. Magnús, sem verið hefur einn besti maður ÍBV í Landsbankadeildinni, lenti upp á kant við forráðamenn félagsins og þann ágreining var ekki hægt að leysa. Magnús verður því ekki með Eyjamönnum í kvöld þegar þeir taka á móti Valsmönnum í sjöundu umferðinni. ÍBV er í neðsta sæti Landsbankadeildarinnar. Leikurinn í Vestmannaeyjum hefst klukkan 21. Klukkan 19.15 tekur Fram á móti Grindavík, KR fær Þrótt í heimsókn og Keflavík leikur gegn Fylki. Klukkan 20 hefst síðan bein útsending á Sýn þegar efsta liðið, FH, fær Skagamenn í heimsókn. FH-ingar unnu síðast sigur á Skagamönnum í efstu deild árið 1990.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×