Erlent

Nektarmótmæli í Washington

Hópur fólks í Washington fletti sig klæðum fyrir utan spænska sendiráðið í gær til þess að mótmæla nautaati. Mótmælendurnir klæddust skóm, rauðum treflum og plasthornum einum fata en höfðu auk þess mótmælaspjöld fyrir framan það allra heilagasta. Þá kynntu mótmælendurnir einnig til sögunnar nektarhlaup sem haldið verður á Spáni þann 5. júlí í þeim tilgangi að mótmæla árlegu nautahlaupi sem verður haldið tveimur dögum síðar. Búist er við að um sex hundruð manns taki þátt í nektarhlaupinu. Hvort hlaup striplinganna komi í veg fyrir nautahlaupið skal ósagt látið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×