Erlent

44 látnir í flóðunum

Minnst fjörutíu og fjórir hafa látist og hundrað þúsund yfirgefið heimili sín í suðurhluta Kína í kjölfar gríðarlegra flóða og aurskriða. Ár hafa flætt yfir bakka sína og í gærkvöldi hafði áin Shi Jiang náð nærri tuttugu og fimm metra hæð sem er meira en sjö metrum yfir hættumörkum. Flóð og rigningar hafa þegar valdið miklu tjóni í Kína það sem af er ársins og aðeins rúm vika er síðan hundrað og fimm börn létust þegar leikskóli varð undir flóðum í héraði í Suður-Kína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×