Sport

Þróttur auglýsir SPRON

Knattspyrnufélagið Þróttur í Landsbankadeildinni hefur gert styrktarsamning við SPRON um að auglýsa framan á búningum félagsins og er hann til næstu 5 ára. Stuðningur SPRON beinist helst að barna- og unglingastarfi í öllum deildum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Þróttar þar sem segir m.a. að um tímamótasamning sé að ræða með gildistíma til 5 ára. "Samningnum er sérstaklega ætlað að tryggja metnaðarfulla uppbygginu barna – og unglingastarfs Þróttar á komandi árum. Vörumerki SPRON mun verða á vörum yngri flokka félagsins þ.m.t. fatnaði auk búninga meistaraflokka. Þá verða auglýsingaskilti og fánar SPRON sett upp á svæði Þróttar í Laugardal." segir einnig á heimasíðunni. Samningurinn var undirritaður í leikhléi hjá Þrótti og ÍBV á Laugardalsvellinum á fimmtudagskvöldið sl. sem Þróttur vann stórt, 4-0. Þess má til gamans geta að ÍBV lék í gömlum landsliðsbúningum í leiknum þar sem hinn rauði varabúningur sem tekinn var með frá Eyjum þykur of líkur rauðröndóttu búningum Þróttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×