Sport

Þeir stóðu ekki í lappirnar

„Við vorum bara slakari aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Valsliðsins eftir leik en honum fannst það sárt að tapa fyrsta leiknum á tímabilinu. „FH-ingar eru náttúrulega með hörkulið en það sem við verðum að gera í fyrsta lagi er að standa í lappirnar og það gerðum við ekki í 45 mínútur. Það að sleppa lifandi út úr fyrri hálfleik með aðeins eitt mark á bakinu sýnir kannski styrk liðsins og þá sérstaklega styrk markvarðarins. Þetta skánaði heldur í seinni hálfleik þannig að menn geta gengið þolanlega stoltir af velli. Ég er alveg sáttur við leik minna manna í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik voru mínir menn heftir af stressi,“ sagði Willum Þór. „Nú reynir á það hvort við erum fótboltalið eður ei. Það er í þessarri í stöðu sem það kemur í ljós hversu sannir keppnismenn leikmenn eru,“ sagði Willum Þór að lokum en hann hefur nú ekki náð að vinna í átta leikjum í röð gegn Ólafi Jóhannesyni sem hefur haft betur í sjö af þessum átta innbyrðisleikjum liða þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×