Erlent

Gríðarlegir eldar á Filippseyjum

Um níu hundruð fjölskyldur hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Maníla á Filippseyjum eftir að gríðerlegir eldar brutust út í íbúðahverfi í nótt. Eldurinn braust út upp úr klukkan tvö og er talið að kviknað hafi í út frá steinolíulampa. Hverfið sem um ræðir er gríðarlega þéttbýlt og allt að fimm hundruð hús eru ónýt eftir eldana. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum og íbúar í nágrenninu hafa í alla nótt reynt að aðstoða þá við slökkvistörfin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×