Erlent

Franskri blaðakonu sleppt í Írak

Franskri blaðakonu og íraskum ökumanni hennar hefur verið sleppt úr haldi mannræningja í Írak. Þeirra hefur verið saknað í fimm mánuði. Blaðakonunni Florence Aubenas var ásamt ökumanninum Hussein al-Saadi rænt fyrir utan hótel í Bagdad í byrjun janúar. Í mars sendu mannræningjar myndband af Aubenas sem sýndi hana illa á sig komna og biðja um hjálp. Aubenas er nú á leiðinni heim til Frakklands og írakski ökumaðurinn dvelur í faðmi fjölskyldu sinnar. Um 150 útlendingar hafa lent í klóm mannræningja í Írak síðustu tvö ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×