Tignarleg sveitahöll í Borgarfirði 8. júní 2005 00:01 Glöggir vegfarendur sem leið eiga um Borgarfjörð hafa efalítið tekið eftir sveitahöllinni að Skarðshömrum sem ekki á sinn líkan í sveitum landsins og þó víðar væri leitað. Hún hefur verið í byggingu síðan í byrjun árs 2003 en nú eru framkvæmdir á lokastigi. Aðalbyggingin er einir 342 fermetrar en þar að auki eru tveir gestaskálar bak við hól og sjást því ekki af þjóðveginum en hvor skáli um sig er 46 fermetrar. Það sem fyrst dregur þó athygli manna er sennilega turninn sem gnæfir yfir öllum herlegheitunum en hann er sex metra hár. Fyrir framan anddyrið er svo greinilega gert ráð fyrir lítilli tjörn á planinu. Þar að auki er lítil hústjörn meðfram byggingunni að framanverðu. Byggingin er steinsteypt en svo er harðviður undir þakbrúnum og trésúlur sem halda uppi skýli við inngang. Eigandi þessarar glæsibyggingar er Sigurður Gíslason en hann er nú búsettur erlendis. Það er Vífill Magnússon arkitekt sem gerði teikningarnar að byggingunum. Sveitungarnir í grenndinni sem Fréttablaðið hafði samband við voru hinir kátustu með þennan tignarlega bústað og varð einum svo að orði að það ætti að vera lýðum ljóst að það væru sko engin kotbýli í Borgarfirði. Það má til sanns vegar færa því verð á húsum og jörðum í Borgarfirði hafa hækkað mikið undanfarin ár að sögn Páls Brynjarssonar, bæjarstjóra Borgarbyggðar. Magnús Leópoldsson, fasteignasali, segir það færast í aukana að fólk byggi stórt í sveitum landsins. Flestir viðmælenda Fréttablaðsins voru þó sammála um að stærð og hönnun þessarar byggingar setji hana í all nokkra sérstöðu. Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Glöggir vegfarendur sem leið eiga um Borgarfjörð hafa efalítið tekið eftir sveitahöllinni að Skarðshömrum sem ekki á sinn líkan í sveitum landsins og þó víðar væri leitað. Hún hefur verið í byggingu síðan í byrjun árs 2003 en nú eru framkvæmdir á lokastigi. Aðalbyggingin er einir 342 fermetrar en þar að auki eru tveir gestaskálar bak við hól og sjást því ekki af þjóðveginum en hvor skáli um sig er 46 fermetrar. Það sem fyrst dregur þó athygli manna er sennilega turninn sem gnæfir yfir öllum herlegheitunum en hann er sex metra hár. Fyrir framan anddyrið er svo greinilega gert ráð fyrir lítilli tjörn á planinu. Þar að auki er lítil hústjörn meðfram byggingunni að framanverðu. Byggingin er steinsteypt en svo er harðviður undir þakbrúnum og trésúlur sem halda uppi skýli við inngang. Eigandi þessarar glæsibyggingar er Sigurður Gíslason en hann er nú búsettur erlendis. Það er Vífill Magnússon arkitekt sem gerði teikningarnar að byggingunum. Sveitungarnir í grenndinni sem Fréttablaðið hafði samband við voru hinir kátustu með þennan tignarlega bústað og varð einum svo að orði að það ætti að vera lýðum ljóst að það væru sko engin kotbýli í Borgarfirði. Það má til sanns vegar færa því verð á húsum og jörðum í Borgarfirði hafa hækkað mikið undanfarin ár að sögn Páls Brynjarssonar, bæjarstjóra Borgarbyggðar. Magnús Leópoldsson, fasteignasali, segir það færast í aukana að fólk byggi stórt í sveitum landsins. Flestir viðmælenda Fréttablaðsins voru þó sammála um að stærð og hönnun þessarar byggingar setji hana í all nokkra sérstöðu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira