Erlent

Fundu óþekkt sönglag Bachs

Fundið er í Þýskalandi áður óþekkt aría eftir Jóhann Sebastían Bach. Sagnfræðingar fundu nóturnar innan um bókasafnspappíra í borginni Weimar í Austur-Þýskalandi, að því er fram kom í tilkynningu á vef Bach-safnsins í Leipzig í gær. Sönglagið samdi Bachs fyrir hertogann af Saxlandi árið 1713, en Bach starfaði við hirð hans. Ekki er vitað hvort verkið hefur einhvern tímann verið flutt. Bach-safnið segir lagið vel samið, en þó ekki stórkostlegt. Baerenreiter útgáfan þýska hyggst gefa verkið út í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×