Erlent

Serbi handtekinn í Argentínu

Yfirvöld í Argentínu hafa handtekið Serbann Neboidsja Minidsj sem grunaður er um að hafa átt þátt í þjóðarmorðum í Kosovo-stríðinu árið 1999. Yfirvöld í Argentínu hafa beðið Serbíu um öll gögn um Minidsj sem var handtekinn á miðvikudag í borginni Mendoza. Minidsj er ekki eftirlýstur af Sameinuðu þjóðunum vegna stríðsglæpa en er þó á lista í Serbíu þar sem mörg mál að þessu tagi eru rannsökuð. Búast má við að Serbar vilji manninn framseldan svo hægt verði að rétta yfir honum í Serbíu en Minidsj er sagður hafa átt þátt í að myrða sex manna albanska fjöskyldu í stríðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×