Erlent

Um þúsund fuglar drápust úr flensu

Að minnsta kosti þúsund farfuglar hafa drepist í Kína af völdum fuglaflensu samkvæmt upplýsingum frá kínverska landbúnaðarráðuneytinu en það er fimm sinnum meira en upphaflega var haldið fram. Fuglarnir sem drápust voru í norðvesturhluta landsins. Fyrr í vikunni lokuðu stjórnvöld af stór náttúruverndarsvæði og sendu meira en þrjár milljónir skammta af bóluefni til héraðsins eftir að farfuglar fundust þar dauðir. Fyrir nokkrum dögum tilkynntu kínversk yfirvöld að búið væri að þróa fullkomið bóluefni gegn fuglaflensu en engu að síður óttast heilbrigðisyfirvöld víða um heim að faraldur eigi eftir að breiðast út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×