Erlent

Berlingske skrifar um Hannesarmál

Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær alllanga frétt um málaferli ættingja Halldórs Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og þeim deilum sem ævisaga Hannesar hefur vakið. Berlingske segir deilurnar vera um það bil að ná hámarki með dómsmálinu sem ættingjar Laxness hafi höfðað gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir ritstuld. Blaðið segir deilurnar snúast um það hvort "hinn þekkti íslenski prófessor" hafi gerst sekur um ritstuld, en jafnframt sé þetta deila um eftirmæli hins þekkta rithöfundar. "Hafði sósíalistinn Laxness skítlegt eðli, líkt hinn borgaralega þenkjandi Hannes Hólmsteinn heldur fram? Eða eru neikvæðu sögurnar sem hann hefur grafið upp liður í nornaveiðum frá hægri?" Í greininni er jafnframt spurt: "Er íslenski nóbelsverðlaunahafinn og sósíalistinn Halldór Kiljan Laxness orðinn fórnarlamb nornaveiða sjö árum eftir dauða sinn? Eða eru það hægrisinnaðir gagnrýnendur hans sem eru fórnarlömbin?" Greinina má finna á www.berlingske.dk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×