Erlent

Fimm látnir úr veikinni í Noregi

Í Noregi fjölgar hermannaveikitilfellum ennþá. Þar hafa nú þrjátíu og fimm greinst með veikina, þar af einn í dag. Fimm eru látnir. Heilbrigðissérfræðingar telja nú að upptökin séu í vatnsbólum tengdum ánni Glommu, þaðan sem hún hefur borist í kælistöðvar loftræstikerfa. Undrunar gætir vegna útbreiðslunnar sem þykir töluverð og nær yfir nokkuð stórt svæði. Engu að síður hefur neyðarástandi verið aflýst og nýsmit eru talin í rénun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×