Erlent

Þrír særðust í árásinni

Öflug bílsprengja sprakk í Madríd á Spáni í morgun og særðust þrír. Viðvörun barst dagblaði um þremur stundafjórðungum áður en sprengjan sprakk og því var unnt að rýma svæðið. Það voru aðskilnaðarsamtök herskárra Baska, ETA, sem stóðu fyrir sprengingunni og er litið á hana sem ögrun við ríkisstjórn landsins. Spænska þingið samþykkti í síðustu viku að ríkisstjórnin tæki upp viðræður við ETA ef hryðjuverkamenn samtakanna legðu niður vopn. Zapatero, forsætisráðherra Spánar, fordæmdi sprenginguna í morgun og sagði ETA eiga þann kost einan að leggja niður vopn. Átta hundruð og fimmtíu hafa týnt lífi í árásum ETA frá því að vopnuð barátta hófst árið 1968. ETA vill sjálfstætt ríki Baska í norðurhéruðum Spánar og Suðvestur-Frakklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×