Erlent

Tölvuþrjótar gerast æ kræfari

Tölvuþrjótar hafa fundið enn eina aðferðina til að gera tölvunotendum lífið leitt. Til viðbótar við vírus- og ormasendingar eru þeir farnir að ástunda að læsa skjölum í tölvum fólks og heimta lausnargjald fyrir að opna þau aftur. Viðskiptavinur netþjónustu í San Diego í Kaliforníu uppgötvaði á dögunum að hann gat ekki lengur opnað mikilvæg skjöl í tölvu sinni. Skömmu síðar fékk hann tölvupóst þar sem um 25.000 íslenskra króna var krafist í "lausnargjald" fyrir skjölin. Leggja átti peningana inn á bankareikning á netinu gegn því að fá kóða sendan í tölvupósti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×