Erlent

Sæðisþóknun verði ekki skattskyld

Rekstaraðilar sæðisbankans Cryos í Árhúsum í Danmörku hafa skorað á Kristian Jensen, fjármálaráðherra, að afturkalla kröfu danskra skattayfirvalda um að sæðisgjafar þurfi að greiða skatt af þóknuninni sem þeir fá fyrir framlag sitt. Bankastjórarnir óttast að þetta verði til þess að mun færri sæðisgjafar fáist, ekki bara vegna peninganna heldur ekki síður vegna þess að margir vilja gefa nafnlaust og það er ekki hægt ef skattayfirvöld þurfa að fá allar upplýsingar um gjafana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×