Erlent

Bannað að bera nakið fram

Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að banna að matur sé borinn fram á nöktum kvenlíkömum á veitingastöðum í landinu. Í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu í Peking segir að slíkt athæfi sé ósiður sem brjóti í bága við almennt velsæmi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hinni nýju reglugerð sé einnig ætlað að hamla gegn því að fyrirtæki noti naktar sýningarstúlkur til að auglýsa vöru sína. Frá þessu greinir fréttavefur BBC með vísan til Xinhua-fréttastofunnar kínversku. Að bera fram sushi á nöktum eða nærri því nöktum stúlkum hefur lengi verið vinsælt í Japan. Japanskur veitingastaður í Suðvestur-Kína var í fyrra sektaður fyrir að bjóða upp á slíkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×