Erlent

Newsweek sæti ábyrgð

Afganskir ráðamenn eru æfir út í bandaríska tímaritið Newsweek vegna frétta þess um vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo sem það síðar dró til baka. 15 manns létust í uppþotum í landinu eftir að fréttist af hinni meintu vanhelgun. Talsmaður forseta Afganistan kvaðst í samtali við blaðamenn í gær vera þeirrar skoðunar að draga ætti útgefendur Newsweek til ábyrgðar fyrir mistökin. Hann sagði jafnframt að vísbendingar væru um að erlendir flugumenn hefðu hleypt illu blóði í mótmælendurna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×