Erlent

Fordæma meinta vanhelgun á Kórani

MYND/Reuters
Múslímaríki og -hópar stíga nú fram hver af öðrum og fordæma meinta vanhelgun á Kóraninum sem sagt er að hafi átt sér stað í fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu. Yfirvöld í Bangladess sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem verknaðurinn er fordæmdur og þess krafist að hinum seku verði refsað. Æðsti klerkur súnníta í Líbanon tekur í sama streng og fer fram á alþjóðlega rannsókn á málinu. Fyrr í dag hótuðu þrjú hundruð múslímaklerkar í Afganistan heilögu stríði gegn Bandaríkjunum ef þau framseldu ekki þrjá hermenn sem eru sagðir hafa vanvirt Kóraninn, en eintökum af ritinu á hafa verið sturtað niður um salerni í fangabúðunum og var það sagt partur af yfirheyrsluaðferðum Bandaríkjamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×