Lífið

Lucas slyngur samningamaður

George Lucas, framleiðandi Stjörnustríðsmyndanna, er líklega einn slyngasti samningamaður sem sögur fara af. Hann samdi nefnilega um að hann fengi einn allar tekjur af hvers konar framleiðslu á vörum tengdum myndunum. Það eru nú liðin 28 ár síðan hin frægu upphafsorð „Einu sinni, fyrir langa löngu, í sólkerfi langt langt í burtu,“ runnu niður hvíta tjaldið. Það var auðvitað fyrsta Star Wars myndin. Sjötta og síðasta myndin verður svo frumsýnd í Cannes í dag. Það er líklega óhætt að halda því fram að Star Wars er best heppnaði framhaldsmyndaflokkur sögunnar og fram til þessa hefur hann skilað 235 milljörðum króna í kassann. Þeir sem fjármögnuðu gerð myndaflokksins mega auðvitað vel við una en þeir naga sig sjálfsagt enn í handarbakið yfir samningnum sem þeir gerðu við leikstjórann, George Lucas. Þetta var fyrir 28 árum og þá var ekki byrjað á neinni hliðarframleiðslu við kvikmyndir svo sem á dúkkum og öðrum leikföngum. Þeir féllust því fúslega á þá kröfu Lucas að hann fengi einn allar tekjur af hvers konar hliðarframleiðslu. Sú framleiðsla hefur skilað honum 603 milljörðum króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.