Erlent

Samið um afvopnun

Fulltrúar hers og uppreisnarmanna á Fílabeinsströndinni komust að samkomulagi í dag um að deilendur í landinu myndu hefja afvopnun 27. júní og að henni yrði lokið 10. ágúst. Samkomulagið kemur í kjölfar friðarsamnings sem stríðandi fylkingar í Afríkuríkinu undirrituðu í Suður-Afríku í síðasta mánuði. Með samningnum er vonast til að ríflega tveggja ára styrjöld í landinu ljúki, en landið hefur verið klofið í tvennt eftir að uppreisnarmenn reyndu að ræna völdum af Laurent Gbago, forseta landsins, í september 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×