Erlent

Raðmorðingi tekinn af lífi

Raðmorðinginn Michael Ross var tekinn af lífi í morgun í Connecticut í Bandaríkjunum, en þetta er fyrsta aftakan þar í nærri hálfa öld. Ross var gefinn banvæn sprauta en hann játaði að hafa myrt átta konur á níunda áratugnum. Á þriðja hundrað manns safnaðist saman fyrir utan fangelsið til að mótmæla aftökunni en vitni segir að ættingjar fórnarlamba hans, sem voru viðstaddir, hafi lýst því yfir að andlát morðingjans hafi verið of friðsælt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×