Erlent

12 milljónir búa við þrælahald

Ríflega tólf milljónir manna búa við þrælahald víða um veröld, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Af þessum tólf milljónum eru 2,4 milljónir manna sem hafa beinlínis verið seldar í þrældóm á milli landa. Í skýrslunni segir að þetta sé gríðarmikið vandamál sem hingað til hafi að nokkru verið falið og lítið fjallað um. Stærsti hluti þessara nútímaþræla eru í þrælkun einkafyrirtækja í sínu eigin heimalandi, aðallega í fátækum Asíuríkjum og Suður-Ameríku. Fyrst og fremst er um að ræða konur og börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×