Erlent

Eltu uppi uppreisnarmenn

Lögreglumenn í Sádí-Arabíu særðu í gærkvöldi tvo uppreisnarmenn eftir að til átaka kom í kjölfar þess að mennirnir reyndu að aka fram hjá eftirlitsstöð nærri höfuðborginni Ryadh. Þrír menn voru í bílnum og tveir þeirra voru teknir til fanga en einn slapp. Lögreglu höfðu borist upplýsingar um að í bílnum væru sprengiefni en þegar þeir ætluðu að leita í honum óku mennirnir í burtu. Mikill eltingaleikur upphófst í kjölfarið og svo skothríð sem endaði svo með því að uppreisnarmennirnir gáfust upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×