Erlent

Viðvörunarkerfi fyrir haustið 2007

Yfirvöld í Indlandi greindu frá því í dag að búið yrði að koma upp fljóðbylgjuviðvörunarkerfi fyrir vestur- og austurströnd landsins í september 2007. Ríflega níu þúsund manns létust í landinu í flóðbylgjunni í Suðaustur-Asíu annan dag jóla og þrjú þúsund er enn saknað. Því hafa verið uppi háværar raddir um að koma upp viðvörunarkerfi á svæðinu til að koma í veg fyrir viðlíka mannfall ef flóðbygljur ríða yfir svæðið aftur. Indverjar hafa hafnað boðum um aðstoð við að koma upp kerfinu en bjóðast til að deila upplýsingum úr því þegar þar að kemur. Mestur hluti kerfisins verður tilbúinn eftir um ár en það verður fullbúið haustið 2007 eins og fyrr segir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×