Erlent

Með myndir af tilræðismanninum

Lögregla í New York kveðst hafa góðar myndir af þeim sem kom fyrir sprengjum við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Öryggismyndavélar mynduðu manninn í bak og fyrir og er hans leitað. Í gærdag var starfsmaður Sameinuðu þjóðanna yfirheyrður en sleppt að því loknu. Ekkert liggur fyrir um ástæður þess að sprengjum var komið fyrir utan við bygginguna þar sem ræðismannsskrifstofan er, eða hvort hún var skotmarkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×