Karpað um kjarnavopnin 3. maí 2005 00:01 Erindrekar ríflega 180 ríkja sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og ræða um hvernig takmarka megi útbreiðslu kjarnorkuvopna. Á meðan Bandaríkjamenn hafa mestar áhyggjur af kjarnorkuvopnaþróun Írana og Norður-Kóreumanna þá gagnrýna aðrar þjóðir kjarnorkustefnu Bandaríkjamanna sjálfra. Misjafn árangur Sáttmálinn um takmörkun útbreiðslu kjarnorkuvopna var undirritaður 1968 og gekk í gildi tveimur árum síðar. Samkvæmt honum heita þau ríki sem hafa ekki yfir kjarnorkuvopnum að ráða, að reyna hvorki að komast yfir slík vopn eða þróa þau. Í staðinn þá skuldbinda þau kjarnorkuveldi sem eiga aðild að sáttmálanum sig til að afvopnast smám saman. Öll ríki heims undirrituðu sáttmálann á sínum tíma, að Íran, Pakistan og Ísrael frátöldum en þau eiga öll kjarnorkuvopn í sínum fórum. Árið 2003 sögðu Norður-Kóreumenn sig frá sáttmálanum en í febrúar síðastliðnum lýstu þeir því yfir að þeim hefði tekist að smíða kjarnorkusprengju. Á fimm ára fresti er sáttmálinn endurnýjaður og afvopnun síðustu ára metin. Þær viðbætur sem á honum eru gerðar eru hins vegar ekki bindandi. Að mörgu leyti hefur sáttmálinn gefist vel, aðeins eitt þeirra ríkja sem hefur átt að honum aðild hefur komið sér upp kjarnorkuvopnum. Hins vegar hefur afvopnun kjarnorkuveldanna gengið afar hægt og raunar hefur heldur hækkað í kjarnorkuvopnabúrum sumra þeirra á meðan önnur þróa nýjar tegundir sprengja. Síðast en ekki síst eru fleiri ríki að reyna að koma sér upp vopnum og brjóta við það skilmála sáttmálans Ógnin úr austri Kjarnorkuvopnatilburðir Norður-Kóreumanna og Írana hafa verið allmikið í fréttum að undanförnu enda er ástæða til að hafa af þeim áhyggjur. Norður-Kóreumenn eru að öllum líkindum búnir að koma sér upp nokkrum kjarnorkuvopnum og viðræður þeirra við fimm önnur ríki, þar á meðal Bandaríkin, Rússland og Kína, um afvopnun hafa engu skilað. Undir lok síðasta mánaðar hræddu Norður-Kóreumenn nágranna sína í Japan þegar þeir skutu tilraunaeldflaug í Japanshaf. Íranir þvertaka fyrir að þróa kjarnorkuvopn heldur segjast þeir eingöngu vinna með kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þeir hafa hins vegar reynt að fela tilraunir sínar til auðgunar úrans og sýnt starfsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar lítinn samstarfsvilja. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa átt í viðræðum við Írani og þótt þær hafi ekki skilað miklum árangri þá hafa Íranir sagst bíða með frekari auðgun úrans á meðan enn er vilji til viðræðna, síðast í gær. Bandaríkjamenn draga lappirnar Reiknað er með að Bandaríkjamenn muni á ráðstefnunni einbeita sér að því að koma böndum á þjóðir eins og Írana með því að einungis kjarnorkuveldunum verði heimilað að eiga búnað sem hægt er nota til framleiðslu kjarnorkueldsneytis sem nota má í sprengjur, til dæmis gasskilvindur. Mörgum ríkjum finnst hins vegar miklu meiri ástæða til að hafa áhyggjur af kjarnorkuveldunum sjálfum, sérstaklega Bandaríkjunum. Hægagangur í afvopnuninni grefur til dæmis ekki síður undir trúverðugleika sáttmálans en tilraunir Írana. Þrátt fyrir samninga þar að lútandi hafa Bandaríkin og Rússar alls ekki skorið birgðir sínar niður í þeim mæli sem þau höfðu áður lofað. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Bush neitað að styðja bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, sagt sig frá sáttmála við Rússa um bann við eldflaugavarnakerfum og haldið áfram að þróa nýjar tegundir kjarnavopna, til dæmis öflugar sprengjur sem eiga að geta eytt rammgerðustu neðanjarðarbyrgjum. Þessa dagana fara einnig fram heitar umræður í Bretlandi um frekari kjarnorkuvopnavæðingu. Tony Blair forsætisráðherra boðaði fyrr í vikunni gagngerra endurnýjum á kjarnorkuvopnabirgðum þegar Trident-kafbátaeldflaugar landsins verða úreltar. Gordon Brown fjármálaráðherra hefur hins vegar ekki viljað styðja þessi áform á afdráttarlausan hátt. Lítilla breytinga að vænta Kjarnorkuveldin og ríkin sem ekki ráða yfir kjarnavopnum munu að líkindum elda grátt silfur næstu vikurnar í New York. Á sama tíma mun Alþjóðakjarnorkumálastofnunin reyna að knýja fram frekari heimildir til eftirlits og að kjarnorkueldsneytisframleiðsla verði sett undir stjórn svæðisbundinna alþjóðastofnanna svo dæmi séu tekin. Því miður bendir hins vegar fátt til annars en að sáralitlar breytingar verði gerðar á sáttmálanum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna, til þess eru hagsmunir þeirra ríkja sem í hlut eiga einfaldlega allt of ólíkir. Erlent Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Erindrekar ríflega 180 ríkja sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og ræða um hvernig takmarka megi útbreiðslu kjarnorkuvopna. Á meðan Bandaríkjamenn hafa mestar áhyggjur af kjarnorkuvopnaþróun Írana og Norður-Kóreumanna þá gagnrýna aðrar þjóðir kjarnorkustefnu Bandaríkjamanna sjálfra. Misjafn árangur Sáttmálinn um takmörkun útbreiðslu kjarnorkuvopna var undirritaður 1968 og gekk í gildi tveimur árum síðar. Samkvæmt honum heita þau ríki sem hafa ekki yfir kjarnorkuvopnum að ráða, að reyna hvorki að komast yfir slík vopn eða þróa þau. Í staðinn þá skuldbinda þau kjarnorkuveldi sem eiga aðild að sáttmálanum sig til að afvopnast smám saman. Öll ríki heims undirrituðu sáttmálann á sínum tíma, að Íran, Pakistan og Ísrael frátöldum en þau eiga öll kjarnorkuvopn í sínum fórum. Árið 2003 sögðu Norður-Kóreumenn sig frá sáttmálanum en í febrúar síðastliðnum lýstu þeir því yfir að þeim hefði tekist að smíða kjarnorkusprengju. Á fimm ára fresti er sáttmálinn endurnýjaður og afvopnun síðustu ára metin. Þær viðbætur sem á honum eru gerðar eru hins vegar ekki bindandi. Að mörgu leyti hefur sáttmálinn gefist vel, aðeins eitt þeirra ríkja sem hefur átt að honum aðild hefur komið sér upp kjarnorkuvopnum. Hins vegar hefur afvopnun kjarnorkuveldanna gengið afar hægt og raunar hefur heldur hækkað í kjarnorkuvopnabúrum sumra þeirra á meðan önnur þróa nýjar tegundir sprengja. Síðast en ekki síst eru fleiri ríki að reyna að koma sér upp vopnum og brjóta við það skilmála sáttmálans Ógnin úr austri Kjarnorkuvopnatilburðir Norður-Kóreumanna og Írana hafa verið allmikið í fréttum að undanförnu enda er ástæða til að hafa af þeim áhyggjur. Norður-Kóreumenn eru að öllum líkindum búnir að koma sér upp nokkrum kjarnorkuvopnum og viðræður þeirra við fimm önnur ríki, þar á meðal Bandaríkin, Rússland og Kína, um afvopnun hafa engu skilað. Undir lok síðasta mánaðar hræddu Norður-Kóreumenn nágranna sína í Japan þegar þeir skutu tilraunaeldflaug í Japanshaf. Íranir þvertaka fyrir að þróa kjarnorkuvopn heldur segjast þeir eingöngu vinna með kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þeir hafa hins vegar reynt að fela tilraunir sínar til auðgunar úrans og sýnt starfsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar lítinn samstarfsvilja. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa átt í viðræðum við Írani og þótt þær hafi ekki skilað miklum árangri þá hafa Íranir sagst bíða með frekari auðgun úrans á meðan enn er vilji til viðræðna, síðast í gær. Bandaríkjamenn draga lappirnar Reiknað er með að Bandaríkjamenn muni á ráðstefnunni einbeita sér að því að koma böndum á þjóðir eins og Írana með því að einungis kjarnorkuveldunum verði heimilað að eiga búnað sem hægt er nota til framleiðslu kjarnorkueldsneytis sem nota má í sprengjur, til dæmis gasskilvindur. Mörgum ríkjum finnst hins vegar miklu meiri ástæða til að hafa áhyggjur af kjarnorkuveldunum sjálfum, sérstaklega Bandaríkjunum. Hægagangur í afvopnuninni grefur til dæmis ekki síður undir trúverðugleika sáttmálans en tilraunir Írana. Þrátt fyrir samninga þar að lútandi hafa Bandaríkin og Rússar alls ekki skorið birgðir sínar niður í þeim mæli sem þau höfðu áður lofað. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Bush neitað að styðja bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, sagt sig frá sáttmála við Rússa um bann við eldflaugavarnakerfum og haldið áfram að þróa nýjar tegundir kjarnavopna, til dæmis öflugar sprengjur sem eiga að geta eytt rammgerðustu neðanjarðarbyrgjum. Þessa dagana fara einnig fram heitar umræður í Bretlandi um frekari kjarnorkuvopnavæðingu. Tony Blair forsætisráðherra boðaði fyrr í vikunni gagngerra endurnýjum á kjarnorkuvopnabirgðum þegar Trident-kafbátaeldflaugar landsins verða úreltar. Gordon Brown fjármálaráðherra hefur hins vegar ekki viljað styðja þessi áform á afdráttarlausan hátt. Lítilla breytinga að vænta Kjarnorkuveldin og ríkin sem ekki ráða yfir kjarnavopnum munu að líkindum elda grátt silfur næstu vikurnar í New York. Á sama tíma mun Alþjóðakjarnorkumálastofnunin reyna að knýja fram frekari heimildir til eftirlits og að kjarnorkueldsneytisframleiðsla verði sett undir stjórn svæðisbundinna alþjóðastofnanna svo dæmi séu tekin. Því miður bendir hins vegar fátt til annars en að sáralitlar breytingar verði gerðar á sáttmálanum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna, til þess eru hagsmunir þeirra ríkja sem í hlut eiga einfaldlega allt of ólíkir.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira