Leyniskýrsla lak í Bretlandi 28. apríl 2005 00:01 Trúverðugleiki Tonys Blairs beið enn á ný hnekki þegar leyniskýrsla um Íraksstríðið var birt í fjölmiðlum í dag. Pólitískir keppinautar stukku á málið en Blair segist ekkert rangt hafa gert. Í dag birtust kaflar úr lögfræðiáliti dómsmálaráðherrans Goldsmiths lávarðar en í byrjun mars árið 2003 lauk hann gerð lærðrar skýrslu sem skilja má sem svo að hann hafi efast um lögmæti stríðsins í Íraks og hvort að ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna heimiluðu það. Tíu dögum síðar sendi hann frá sér nýja skýrslu þar sem engan efasemdatón var að finna og á Bretlandi er það túlkað sem svo að hann hafi verið beittur pólitískum þrýstingi. Hann neitar því en málið er engu að síður vandræðalegt fyrir Tony Blair, og það aðeins viku fyrir kosningar. Fjölmiðlar á Bretlandi segja sumir hverjir ljóst að hann hafi logið, aðrir að skýrslan bendi til þess að þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt. Blair segist aldrei hafa logið og ætla ekki að fara að taka upp á því, hvorki í Írakssmálinu né öðru, og segir fjórar rannsóknir styðja það. Stjórnarandstaðan stökk á málið. Michael Howard, leiðtogi íhaldsmanna, sagði Íraksmálið í rauninni snúast um eina mjög einfalda spurningu: Ef ekki sé hægt að treysta Blair til að taka ákvörðun um að þjóðin fari í stríð, mikilvægustu ákvörðun sem forsætisráðherra geti tekið, hvernig sé þá hægt að treysta honum í nokkru máli nokkurn tímann aftur? Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra demókrata, sagði ekki nóg með að Blair hafi tekið ranga pólitíska ákvörðun, heldur réttlætti hann hana á villandi hátt. George Galloway, áður þingmaður Verkamannaflokksins en núna óháður, sagðist telja að Blair sjálfur verði aðaldeilumálið síðustu vikuna fyrir kosningar. „Ef ég væri frambjóðandi Verkamannaflokksins, eins og ég hef oft verið, myndi ég óska þess að jörðin opnaðist og gleypti hann í dag,“ sagði Galloway. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Trúverðugleiki Tonys Blairs beið enn á ný hnekki þegar leyniskýrsla um Íraksstríðið var birt í fjölmiðlum í dag. Pólitískir keppinautar stukku á málið en Blair segist ekkert rangt hafa gert. Í dag birtust kaflar úr lögfræðiáliti dómsmálaráðherrans Goldsmiths lávarðar en í byrjun mars árið 2003 lauk hann gerð lærðrar skýrslu sem skilja má sem svo að hann hafi efast um lögmæti stríðsins í Íraks og hvort að ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna heimiluðu það. Tíu dögum síðar sendi hann frá sér nýja skýrslu þar sem engan efasemdatón var að finna og á Bretlandi er það túlkað sem svo að hann hafi verið beittur pólitískum þrýstingi. Hann neitar því en málið er engu að síður vandræðalegt fyrir Tony Blair, og það aðeins viku fyrir kosningar. Fjölmiðlar á Bretlandi segja sumir hverjir ljóst að hann hafi logið, aðrir að skýrslan bendi til þess að þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt. Blair segist aldrei hafa logið og ætla ekki að fara að taka upp á því, hvorki í Írakssmálinu né öðru, og segir fjórar rannsóknir styðja það. Stjórnarandstaðan stökk á málið. Michael Howard, leiðtogi íhaldsmanna, sagði Íraksmálið í rauninni snúast um eina mjög einfalda spurningu: Ef ekki sé hægt að treysta Blair til að taka ákvörðun um að þjóðin fari í stríð, mikilvægustu ákvörðun sem forsætisráðherra geti tekið, hvernig sé þá hægt að treysta honum í nokkru máli nokkurn tímann aftur? Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra demókrata, sagði ekki nóg með að Blair hafi tekið ranga pólitíska ákvörðun, heldur réttlætti hann hana á villandi hátt. George Galloway, áður þingmaður Verkamannaflokksins en núna óháður, sagðist telja að Blair sjálfur verði aðaldeilumálið síðustu vikuna fyrir kosningar. „Ef ég væri frambjóðandi Verkamannaflokksins, eins og ég hef oft verið, myndi ég óska þess að jörðin opnaðist og gleypti hann í dag,“ sagði Galloway.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna