Erlent

Hersetu Sýrlands í Líbanon lýkur

Sýrlenskir leyniþjónustumenn yfirgáfu höfuðstöðvar sínar í Líbanon í gær og í dag lýkur formlega 29 ára hersetu Sýrlands í Líbanon. Fyrir aðeins tveimur mánuðum voru fjórtán þúsund sýrlenskir hermenn í Líbanon en nú eru aðeins um þrjú hundruð eftir. Þeir halda heim á leið síðar í dag að lokinni sérstakri kveðjuathöfn þar sem hermennirnir verða heiðraðir fyrir þjónustu sína í Líbanon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×