Erlent

Glæpaalda í Svíþjóð

Lögreglan á Gotlandi glímir nú við enn eitt morðmálið í Svíþjóð á undanförnum vikum þar sem lík fórnarlambanna finnast niðurgrafin á víðavangi. Lík af manni og konu fundust um helgina í malargryfju á sunnanverðu Gotlandi og hefur lögregla staðfest að um hjón á fimmtusaldri er að ræða. Þau sáust síðast fyrir rúmri viku. Fram hefur komið að hjónin hafa sætt hótunum upp á síðkastið vegna vitnisburðar í glæpamálum og leikur grunur á að morðin séu hefnd vegna þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×