Erlent

Neita öllum sakargiftum

Réttarhöldin yfir 24 meintum al-Kaída-liðum á Spáni sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 standa nú sem hæst. Í gær bar Sýrlendingurinn Imad Yarkas vitni en honum er gefið að sök að hafa sett á fót sellu öfgamanna þar sem lagt var á ráðin um illvirkin. Hann harðneitaði öllum sakargiftum. Eini Spánverjinn í hópnum, Luis Jose Galas, bar einnig vitni í gær en hann kvaðst vera friðelskandi múslimi sem mótmælti árásunum á sínum tíma. Hann þvertók fyrir að hafa dvalið í þjálfunarbúðum al-Kaída í Indónesíu. Krafist er 75.000 ára fangelsdóms yfir mönnunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×