Erlent

Sodano aftur æðsti maður Páfagarðs

Benedikt sextándi, nýkjörinn páfi, skipaði í kardínálanna Angelo Sodano aftur æðsta yfirmann Vatíkansins, en hann gengdi því starfi einnig þegar Jóhannes Páll annar var við völd í Vatíkaninu. Þá verða flestir æðstu menn Páfagarðs áfram í sínum störfum sem bendir til þess að Benedikt vilji starfa í anda Jóhannesar Páls. Hins vegar á eftir að skipa í embættið sem Benedikt gegndi sjálfur, embætti varðar réttrúnaðarins, og segja sérfræðingar að valið standi á milli kardínálanna Christoph Schoenborn frá Austurríki og Francis George frá Bandaríkjunum. Sjálfur verður Benedikt sextándi vígður páfi á sunnudaginn kemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×