Erlent

Creuzfeld-Jakob finnst í Hollandi

Hollensk stjórnvöld greindu frá því í dag að fyrsta tilfellið af Creuzfeld-Jakob sjúkdómnum hefði greinst í landinu. Að sögn talsmanna innanríkisráðuneytis Hollands greindist maður sem lagður var inn á sjúkrahús í borginni Utrecht með veikina, en hana má rekja til neyslu á kúariðusýktu kjöti. Heilbrigðisyfirvöld innan Evrópusambandsins hafa  þegar verið látin vita af tilfellinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×