Erlent

Sprengja sprakk við híbýli Allawis

Öflug sprengja var sprengd fyrir utan híbýli bráðabirgðaforsætisráðherra Íraks, Iyads Allawis, í gærkvöldi. Í morgun lýsti al-Qaida í Írak því yfir að samtökin hefðu sent hryðjuverkamenn sína til þess að ráða Allawi af dögum. Mennirnir hefðu verið sendir til höfuðstöðva trúleysingjanna og bandamanna þeirra úr röðum gyðinga og kristinna. Allawi komst undan þessari ör, segir í tilkynningunni, en það eru fleiri örvar til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×