Heldur KA í gíslingu 20. apríl 2005 00:01 Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur. Ekki er þó frágengið að Jónatan verði áfram í herbúðum KA því að samningur hans við félagið er við það að renna út og ætlar hann ekki að skrifa undir samning við liðið fyrr en komið verði á hreint hvort einhver ný andlit munu sjást í leikmannahópnum á næstu leiktíð. Um tíma leit út fyrir að Jónatan væri á leið til þýska 1. deildarliðsins Ossweil en hefur það nú dottið upp fyrir sig þar sem félagið var ekki reiðubúið að gangast við kröfum Jónatans. "Þetta er náttúrulega orðinn hálfger brandari. Það gengur lítið að komast út svo að það bendir allt til þess að ég leiki heima," sagði Jónatan í samtali við Fréttablaðið í gær. "En ég fer ekkert leynt með það að ég vil spila í liði sem getur náð langt. Þess vegna vill ég vita hvert KA er að stefna og hvort við fáum einhverja nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð áður en ég bind mig félaginu," segir Jónatan og útilokar ekki að hann muni söðla um í sumar. Jónatan sættir sig ekki við að leikmannahópurinn haldist óbreyttur. "Liðið þarf að styrkjast til að ég haldi áfram, það er alveg ljóst." Ofan á óvissuna sem ríkir í leikmannamálum KA er félagið auk þess ennþá þjálfaralaust og segist Jónatan að sjálfsögðu ætla að bíða og sjá hver næsti þjálfari liðsins verður. Að sögn Hannesar Karlssonar, formanns handknattleiksnefndar KA, hefur félagið haft samband við Heimi Ríkharðsson með þjálfun liðsins í huga en honum var sem kunnugt er sagt upp hjá Fram fyrr í vikunni. Heimir hefur gefið það út að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að hugsa málið en heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn Gróttu/KR séu einnig mjög heitir fyrir því að fá Heimi sem þjálfara. Gera má ráð fyrir því að Jónatan verði gríðarlega eftirsóttur fari svo að hann ákveðið að yfirgefa KA því í honum býr einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár. Íslenski handboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur. Ekki er þó frágengið að Jónatan verði áfram í herbúðum KA því að samningur hans við félagið er við það að renna út og ætlar hann ekki að skrifa undir samning við liðið fyrr en komið verði á hreint hvort einhver ný andlit munu sjást í leikmannahópnum á næstu leiktíð. Um tíma leit út fyrir að Jónatan væri á leið til þýska 1. deildarliðsins Ossweil en hefur það nú dottið upp fyrir sig þar sem félagið var ekki reiðubúið að gangast við kröfum Jónatans. "Þetta er náttúrulega orðinn hálfger brandari. Það gengur lítið að komast út svo að það bendir allt til þess að ég leiki heima," sagði Jónatan í samtali við Fréttablaðið í gær. "En ég fer ekkert leynt með það að ég vil spila í liði sem getur náð langt. Þess vegna vill ég vita hvert KA er að stefna og hvort við fáum einhverja nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð áður en ég bind mig félaginu," segir Jónatan og útilokar ekki að hann muni söðla um í sumar. Jónatan sættir sig ekki við að leikmannahópurinn haldist óbreyttur. "Liðið þarf að styrkjast til að ég haldi áfram, það er alveg ljóst." Ofan á óvissuna sem ríkir í leikmannamálum KA er félagið auk þess ennþá þjálfaralaust og segist Jónatan að sjálfsögðu ætla að bíða og sjá hver næsti þjálfari liðsins verður. Að sögn Hannesar Karlssonar, formanns handknattleiksnefndar KA, hefur félagið haft samband við Heimi Ríkharðsson með þjálfun liðsins í huga en honum var sem kunnugt er sagt upp hjá Fram fyrr í vikunni. Heimir hefur gefið það út að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að hugsa málið en heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn Gróttu/KR séu einnig mjög heitir fyrir því að fá Heimi sem þjálfara. Gera má ráð fyrir því að Jónatan verði gríðarlega eftirsóttur fari svo að hann ákveðið að yfirgefa KA því í honum býr einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár.
Íslenski handboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira