Erlent

Yfir 30 þúsund á svörtum lista

Fjöldi þeirra sem bandarísk yfirvöld hafa sett á svartan lista og fá ekki að fljúga til Bandaríkjanna, hefur vaxið um ellefu þúsund manns á hálfu ári. Alls eru nú 31 þúsund manns á þessari skrá bandarískra yfirvalda og nær bannið ekki eingöngu til þeirra sem ætla til Bandaríkjanna heldur gildir það einnig um flugvélar sem fljúga um bandaríska lofthelgi. Þannig varð vél frá hollenska flugfélaginu KLM á leið frá Amsterdam til Mexíkó að snúa við á dögunum þegar hún var komin til Kanada. Ástæðan var sú að um borð voru bræður frá Sádí-Arabíu sem tekið höfðu flugmannspróf frá sama flugskóla í Arizona og nokkrir þeirra sem rændu vélunum sem flogið var á tvíburaturnana í New York í september 2001. Bandarísk stjórnvöld halda þessum svarta lista til streitu þrátt fyrir að ítrekað hafi komið fram að upplýsingar um fólk á listanum séu bæði rangar og óáreiðanlegar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×