Ryðgaðir Haukar unnu Val 19. apríl 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld en Haukar tóku völdin strax í kjölfarið. Þeir leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn og þegar fyrri hálfleikur var allur leiddu heimamenn með tveim mörkum, 14-12. Sami munur hélst framan af síðari hálfleik en Valsmenn gáfu síðan aðeins í eftir um tíu mínútur og náðu að jafna muninn, 18-18. Valur jafnaði aftur 20-20 en þá misstu þeir mann af velli. Haukar nýttu sér það í botn og skoruðu þrjú mörk í röð, 23-20. Valsmenn neituðu af gefast upp og með Vilhjálm í broddi fylkingar jöfnuðu þeir leikinn á ný, 23-23, og spennan var rafmögnuð allt til enda. Í stöðunni 26-25 varði Birkir Ívar frá Vilhjálmi í stöng og Haukar fengu boltann með 2 mínútur eftir af leiknum. Gísli Jón Þórisson fiskaðí víti sem Þórir Ólafsson skoraði úr þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 27-25. Vilhjálmur skaut aftur fyrir Valsmenn en Birkir Ívar varði á ný og gulltryggði þar með sigur Hauka því aðeins 45 sekúndur voru eftir þegar Vilhjálmur skaut að marki Haukanna. Haukarnir skoruðu síðan tvö mörk á lokasekúndunum enda voru Valsmenn hættir. Vignir Svavarsson og Andri Stefan léku best Hauka í gær og Ásgeir Örn laumaði inn mikilvægum mörkum. Birkir Ívar hefur oft varið betur en steig upp þegar á þurfti að halda. Það var mikill vandræðagangur á Valsliðinu í gær og í raun með ólíkindum að þeir hafi verið inn í leiknum fram á síðustu mínútu. Þeir töpuðu boltanum æði oft á klaufalegan hátt og það segir sitt um hversu ryðgaðir Haukar voru að tveir einstaklingar héldu Val inn í leiknum allt til enda. Þeir fengu gullið tækifæri í kvöld til þess að leggja Hauka á útivelli og fá slíkt tækifæri tæplega aftur. - HBGHaukar-Valur 29-25 (14-12)Mörk Hauka (skot): Vignir Svavarsson 7 (8), Andri Stefan 7 (14), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (10), Þórir Ólafsson 5/1 (7/1), Jón Karl Björnsson 5/3 (8/4). Hraðaupphlaup: 8 (Þórir 3, Andri 3, Vignir, Ásgeir Örn). Fiskuð víti: 5 (Halldór Ingólfsson 2, Ásgeir, Vignir, Gísli Jón Þórisson.) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16. Mörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 11/1 (20/1), Heimir Örn Árnason 8 (11), Baldvin Þorsteinsson 2 (2), Brendan Þorvaldsson 2 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (8). Hraðaupphlaup: 6 (Heimir Örn 3, Vilhjálmur 2, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Brendan). Varin skot: Pálmar Pétursson 10, Hlynur Jóhannesson 8/1. Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld en Haukar tóku völdin strax í kjölfarið. Þeir leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn og þegar fyrri hálfleikur var allur leiddu heimamenn með tveim mörkum, 14-12. Sami munur hélst framan af síðari hálfleik en Valsmenn gáfu síðan aðeins í eftir um tíu mínútur og náðu að jafna muninn, 18-18. Valur jafnaði aftur 20-20 en þá misstu þeir mann af velli. Haukar nýttu sér það í botn og skoruðu þrjú mörk í röð, 23-20. Valsmenn neituðu af gefast upp og með Vilhjálm í broddi fylkingar jöfnuðu þeir leikinn á ný, 23-23, og spennan var rafmögnuð allt til enda. Í stöðunni 26-25 varði Birkir Ívar frá Vilhjálmi í stöng og Haukar fengu boltann með 2 mínútur eftir af leiknum. Gísli Jón Þórisson fiskaðí víti sem Þórir Ólafsson skoraði úr þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 27-25. Vilhjálmur skaut aftur fyrir Valsmenn en Birkir Ívar varði á ný og gulltryggði þar með sigur Hauka því aðeins 45 sekúndur voru eftir þegar Vilhjálmur skaut að marki Haukanna. Haukarnir skoruðu síðan tvö mörk á lokasekúndunum enda voru Valsmenn hættir. Vignir Svavarsson og Andri Stefan léku best Hauka í gær og Ásgeir Örn laumaði inn mikilvægum mörkum. Birkir Ívar hefur oft varið betur en steig upp þegar á þurfti að halda. Það var mikill vandræðagangur á Valsliðinu í gær og í raun með ólíkindum að þeir hafi verið inn í leiknum fram á síðustu mínútu. Þeir töpuðu boltanum æði oft á klaufalegan hátt og það segir sitt um hversu ryðgaðir Haukar voru að tveir einstaklingar héldu Val inn í leiknum allt til enda. Þeir fengu gullið tækifæri í kvöld til þess að leggja Hauka á útivelli og fá slíkt tækifæri tæplega aftur. - HBGHaukar-Valur 29-25 (14-12)Mörk Hauka (skot): Vignir Svavarsson 7 (8), Andri Stefan 7 (14), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (10), Þórir Ólafsson 5/1 (7/1), Jón Karl Björnsson 5/3 (8/4). Hraðaupphlaup: 8 (Þórir 3, Andri 3, Vignir, Ásgeir Örn). Fiskuð víti: 5 (Halldór Ingólfsson 2, Ásgeir, Vignir, Gísli Jón Þórisson.) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16. Mörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 11/1 (20/1), Heimir Örn Árnason 8 (11), Baldvin Þorsteinsson 2 (2), Brendan Þorvaldsson 2 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (8). Hraðaupphlaup: 6 (Heimir Örn 3, Vilhjálmur 2, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Brendan). Varin skot: Pálmar Pétursson 10, Hlynur Jóhannesson 8/1.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira