Sport

Rúmensk lið greiði skuldir sínar

Upplausn ríkir í knattspyrnunni í Rúmeníu. Nýr fjármálaráðherra landsins fyrirskipaði þeim liðum sem skulduðu ríkinu fé að gera upp skuldir sínar. 11 félög í 1. deild skulda töluverðar fjárhæðir og yfirmaður leyfiskerfis knattspyrnusambands Rúmeníu segir að svo gæti farið að aðeins 5-6 félög yrðu í 1. deild á næstu leiktíð. Alls er talið að skuldir knattspyrnufélaga í 1. deild nemi einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Þannig skuldar eitt frægasta lið landsins, Steaua Búkarest, 260 milljónir króna í ógreidda skatta. Liðin hafa frest til 31. mars til þess að semja um skuldir sínar, að öðrum kosti verða þau tekin til gjaldþrotaskipta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×